kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

5.28.2006

Nýtt upphaf

Og endir á öðru lífi.

Svona, í grófum dráttum. Ekki eins og það hafi verið mikið líf á mínu gamla fólk.is bloggdrasli. Mér líst svo miklu betur á blogspot, maður er eitthvað svo hip ef maður er á blogspot...mikilvæga fólkið bloggar á blogspot. Nú er Valborg ein eftir í þessu margbölvaða BLOGGSAMFÉLAGi, "I spit on it! Spit on it I say!"

Í gær fór ég á X-Men: The Last Stand eftir að hafa horft á hinar tvær kvöldið áður með Hildi minni, svo hún færi nú ekki óupplýst á þessa mynd. Ég hef alltaf verið eilítill X-Man aðdáandi í mér, þótt ég hafi nú ekki lesið margar myndasögur, og því þykir mér þessar myndir góð skemmtun. En það var samt eitthvað við þessa sem að ég fílaði ekki alveg. Mér fannst eins og þessir karakterar ættu ekki heima á hvítatjaldinu, leiknir af knúsulegum ástrala eða Gandálfi sjálfum, það bara var svo kjánalegt. X-Mennirnir eiga að vera svalir en það bara einhvernvegin er ekkert svalt við að sjá þessa kjána labba um í skikkjum þegar þetta eru raunverulegir leikarar, það verður bara svo óendanlega kjánalegt eitthvað.

En hvað sem því líður þá var myndin fyrirtaks skemmtun þrátt fyrir að endirinn var ekki mér að skapi og skortur á mínum uppáhalds X-Manni, Nightcrawler, gerði þetta eilítið leiðinlegt. Svo á Archangel líka að koma frá framtíðinni og vera sonur Cyclops eða eitthvað...hann var eitthvað svo tilgangslaus karakter í þessari mynd.

Helginni minni hefur verið eytt í að passa tvíbuarana og fara í útskriftarveislur svo það er ekkert voðalega mikið búið að koma fyrir mig upp á síðkastið, í hæsta falli hef ég lokað nokkrum Algleymishliðum.

En verið þið sæl og fílið nýja bloggið mitt!

7 Comments:

Blogger Gibba Gibb said...

Velkominn elsku rúsínukrúsínan mín í heim hinna ofur-svölu!
Þú ert sætastur. :o)

28.5.06  
Anonymous Nafnlaus said...

Foo'shizzle my drizzle, nizzle!

29.5.06  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég ákvað að hætta að lesa eftir að ég sá málsgrein sem byrjaði á X-men... Annars ætla ég að vera áfram þessi ljósvon Ægis Finnsonar hjá Folk punktur is

29.5.06  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha, eyddiru ekki helginni í World of Warcraft?

Is there some reason that a robot made of wax cant take a nap inside a museum full of waxmade robots... or does that confuse you?

31.5.06  
Blogger Gibba Gibb said...

*KOSS* Ég hekla þig! Ég egna þig! Ég... ohh... egla þig!
Æj, þú veist hvað ég meina.
Takk fyrir ógleymanlega helgi. :):*

5.6.06  
Anonymous Nafnlaus said...

I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»

8.6.06  
Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino bonus[/url] [url=http://www.casinovisa.com/blackjack/]free casino games[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/craps/index.html]casino online[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/ukr-poker]paypal casinos[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=36]condoms[/url]

19.8.11  

Skrifa ummæli

<< Home