kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

4.29.2010

af raddleysi og sterum

í mínu tilviki tengjast þessir hlutir mjög svo mikið.

ég er sumsé búinn að vera hálfraddlaus til alraddlaus síðastliðna daga og fékk decortin við því. alltaf gaman að dópa.

mér datt í hug að vera með einhvert málefnalegt blogg um tjáningaferlsi fyrst ég hafði sett raddleysið í titilinn, en svo valda fráhvarfseinkenni steranna því að ég nenni því ekki. mig langar samt að benda þeim sem ekki hafa séð hann á einn af nýjustu South Park þáttunum, nánar til tekið númer 200. enn og aftur gera þeir Terry Parker og Matt Stone hárbeitt grín að mjög svo alvarlegum hlutum, en eins og þið hafið mögulega heyrt endaði það með morðhótunum í þetta skiptið. það sem þeir gerðu núna er að gera grín af múhameð, en það er víst bannað. ég er hér ekki að gagnrýna islam eða siði þess heldur að benda á það að enn nú til dags, í þessu samfélagi okkar sem á að teljast siðmenntað og framþróað sjást dæmi um ritskoðun og höft á rit- og málfrelsi.

meira nenni ég ekki að segja um það, læt bara fylgja mynd af múhameð og tek glaður á móti alls kyns jihadi.


en ég er sumsé á kafi í skólabókunum, nánar til tekið Janeway's Immunobiology, og hef því afskaplega lítið merkilegt að segja. ég ætla því bara að láta fylgja væmið lag sem ég elska geðveikt mikið og segja þetta gott.

2.04.2010

af klukkum og birtuleysi

þið hafið eflaust (vona ég) tekið eftir þeim umræðum sem hafa átt sér stað síðastliðið um vitlausa klukku á íslandi, ef ekki í fréttablaðinu þá líklegast á facebook. það vill svo skemmtilega til að frá því að ég settist niður í svefn- og heilaritsæfingu hjá henni Björgu Þorleifsdóttur og hún skýrði fyrir okkur áhrifum þess að ísland sé í vitlausu tímabelti miðað við landafræðilega staðsetningu þess hef ég ætlað mér að skrifa um þetta grein. en þar sem ég er nú fyrirmyndar frestari þá varð ekkert úr þessu, flott það. núna samt, þegar Björg hefur ásamt læknum á geðsviði LSH og öðrum hefur komið á fót hópi fólks sem er að berjast fyrir þessu, finnst mér ég knúinn til þess að taka þátt.

málið snýst nefninlega um hina svokölluðu „lífsklukku“, sem talin er vera staðsett í undirstúkunni, nánartiltekið í suprachiasmatic nucleus. þessari klukka er að mestu leiti stjórnað af áhrifum aðliggjandi taugasíma frá sjónhimnunni, einnig koma inn ýmis kemísk boð sem að nema álag og þreytu heilavefs.

lífsklukkan getur aðlagað sig auðveldlega að breyttum aðstæðum og margir eiga ekki í neinu basli með að sofna hvenær sem þeir þurfa. auðveldast er að aðlaga klukkuna breyttri sólarupprás, svo sem eins og þegar þú ferðast milli landa, og tekur það sjaldan meira en einn eða tvo daga. erfiðara er þó fyrir hana að breyta sér eingöngu í takt við þreytu heilavefsins þegar sterkasta stjórnkerfi hennar, ljósið, er á móti. þetta er það sem að veldur íslendingum mest erfiðu, við erum stanslaust að ströggla við að færa klukkuna til og berja hana til hlýðni. eins og ég sagði áður gengur þetta mjög svo vel hjá flestum, en ekki öllum.

en tökum nú dæmi um þau áhrif sem að breyttur tími myndi hafa á okkur, þá helst á veturna þar sem annars er í raun sól allan daginn. í morgun vaknaði ég til dæmis talsvert treglega klukkan sjö og reif mig á fætur, úti var niðamyrkur og mig langaði helst að sofa lengur. þá var klukkan í raun og veru 5:30. og ég leyfi mér að efast ef einhver myndi nennan að vakna klukkan hálf sex hvern einasta helvítis dag. samt gerum við það. þetta þýðir að ég tók ekki eftir einni glætu af sólarljósi fyrr en núna þegar ég lít út um gluggan uppi í lesstofu, þar sem sólarupprás á sér stað um ellefu leitið og hádegi er klukkan hálf tvö.

en hvernig væri þessi dagur minn ef að við værum í réttu tímabelti? jú, ég myndi vakna klukkan sjö, og þá í alvörunni klukkan sjö, eflaust alveg jafn óhress (ég er, og verð, B-manneskja) en það sem ég myndi sjá þegar ég gengi út væri allt önnur sjón. jú, viti menn, við mér myndi blasta bjart morgunsárið, sem fyllir mann af lífsvilja og gleði og hamingju og regnbogum og blómum og dásemt og öllu því jukki. að sjálfsögðu væri sólinn ekki komin á loft, hún myndi ekki gera það fyrr en hálf tíu, en það væri samt sem áður tekið að birta.

skammdegisþunglyndi í rökkrinu um íslenskan vetur er eflaust vandamál sem þið öll kannist við og það þekkja allir sem eiga börn eða ung systkini hvað þau eru alveg ótrúlega treg í að drattast í skólann á morgnanna og eru alltaf þreytuleg og úrill. þetta stafar einfaldlega af því að þau er ekki vön því að vera sífelt að berja lífsklukkuna sína til og eru því stillt á þann tíma sem okkur er eðlislægur. þess vegna sofna þau síðar, sama hversu snemma þau fari í rúmið, og vilja því sofa lengur. (klassískt vandamál, eins og þið öll þekkið úr æsku og ungdómi ykkar) líkamsklukkan hefur nefninlega áhrif á svefn í gegnum hinn svokallaða heilaköngul, sem er lítill kirtill tengdur heilanum sem seytir hormóninu melatónín. melatónín ræður því svo hvenær við verðum þreytt og viljum fara að sofa (gróflega, margir aðrir þættir koma þar við sögu). melatónínseytunin er í bylgjum yfir daginn (dægursveiflum) og er hvað mest á nóttunni. melatónín stjórnar því hvenær við sofnum og hvernig við sofum, ef að við förum því of snemma að sofa byrjum við of seint að fara í almennilegan, djúpan svefn og endum á því að sofa í raun allt of lítið, sem veldur því að heilavefurinn fær ekki nægan tíma til þess að losa sig við úrgangsefni síðasta dags og hvíla sig, vinna úr minningum og öðrum upplýsingum. þetta veldur sumsé einbeitingaskorti og þreytu...sem eru einmitt stór vandamál barna nú til dags. tada!

ég legg því til að við styðjum þennan málstað öll og þrýstum á stjórnvöld okkar að taka, svona til tilbreytingar, eitt gáfulegt skref í þágu lýðheilsu og breyta þessu. ég trúi því ekki að það kosti einhvern fokking pening að stilla klukkuna öðruvísi.

ef að fólk er tregt til að trúa málflutningi mínum, Bjargar og geðlæknanna á LSH, og fyndist okkur vanta skýrari ransóknir til að staðfesta þessa kenningu, þá væri allt í lagi að prófa þetta í tvö til þrjú ár og sjá hvort að þetta myndi ekki bæta eitthvað líðan okkar og afnema breytinguna svo ef hún gerði ekkert gagn.

sjáið bara þetta rugl!

svo þjáist ég líka af hinsegin birtuskorti...því birta er úti í þýskalandi...fýlukall. ég sakna hennar rosalega mikið og vil heslt fá hana heim sem fyrst. en hún skemmtir sér víst vel, sem er gott og fínt, þrátt fyrir að hafa týnst pínu í gær...kjánaprik.

en lag dagsins í dag er mjög svo viðeigandi:

1.22.2010

af kjúklingi og yfirsofi

í morgun tókst mér að staulast á fætur klukkan eitt. jafnvel þótt ég hafi stillt klukkuna klukkan níu. ég var einhvernvegin alltaf hálfsofandi í einhverju megasúrum draumi þegar hún fór að pípa á mig svo ég snúsaði bara án þess að veita því eftirtekt, og slökkti á henni svo að lokum. það var nú frí í skólanum, svo ég missti ekki af neinu, en þetta sló samt verulega á þann tíma sem ég hafi til þess að læra undir prófið á mánudaginn. en maður lifir þetta af, alltaf daguirnn á morgun til að vera duglegur.

á morgun verður önnur raunveruleg æfing hljómsveitar minnar, svo er svansspilamenska og svo er svanspartí. klikkað dót. ég ætti nú samt að geta lært aðeins fyrir það rugl.

það er partí í kvöld...fokk.



ég sakna hans gítarsins míns gamla, sem hlaut þau svaðalegu örlög að verða fyrir loftárás baldvins og dagmar í einni bústaðarölvuninni. mikil synd. hann ziggy hennar birtu hefur komið að góðum notum sem rebound gítar, en það er nú komið að því að ég fari að kaupa mér minn eigin.

bleh.



annars hef ég ekki mikið að segja, þar sem ekki nenni ég að tjá mig um handbolta, því mér þykir hann afskaplega leiðinleg íþrótt. ég nenni heldur ekki að tjá mig um pólitík, því það nennir enginn að lesa. ég ætla þá bara að fara að skutla litla bróður mínum eitthvað.

lag dagsins er svo hið dásamlega trip-hop lag Teardrop með Massive Attack: (sumir ættu að þekkja það sem House MD þemað)

1.13.2010

af skýrslugerð og nennuleysi

ég vil taka það fram að þau tvö hugtök sem kastað er fram í titli þessa bloggs eiga mjög vel saman. sérstaklega í augnablikinu.

hvað segir maður svo? nýji HIMYM = snilld. eitthvað meira klisjað? ööö...ööö...pýrvat dehýdrógenasi er málið?

bleh.

ég fékk filmu úr framköllun í gær, það var gaman. hafði splæst í eina filmu til að taka myndir af jólunum og áramótunum mínum. útkoman var bara ansi skemmtileg.

















en nú þarf maður víst að hlaupa til þess að skrifa þessa fjárans skýrslu, svo ég get ekki gert meira hér nema að henda inn lagi dagsins. þetta skiptið tilheyrir það ekki raunverulegu bandi, heldur hljómsveitinni Münchausen by Proxy úr kvikmyndinni Yes Man. mér fannst þau viðeigandi í dag þar sem ég var að læra um heilkenni nokkuð sem ber sama heitið. svo er líka Zooey Deschanel í bandinu.

1.11.2010

af skóla og leti

og núna, bomm bomm, eins og ekkert hafi í skorist er maður sestur í kenslustofuna á þriðju hæð í læknagarði á ný, algerlega útúrsýrður og athyglislaus eftir leti og át í jólafríinu. núna er tekinn við hörkulærdómur um efni, sem mér þykir loksins skemmtilegt en samt sem áður er leiðinlegt að læra það...líf mitt. það þýðir þó að ég geti í raun barið mig til þess að lesa heima fyrir næsta tíma þrátt fyrir að hafa verið í skólanum frá átta til fimm.

áðan var ég í verklegri lífefnafræði. þar var ég að blúbba endalaust úr og í eppendorf glösum eins og enginn sé morgundagurinn. það er fátt jafn leiðinlegra og að pípettera rúmlega 70 sinnum. niðurstöðurnar eru þó örlítið áhugaverðar, og að sjálfsögðu veitir þetta manni innsýn inn í starfsferlana að baki greiningu á blóði og öðrum lífsýnum.



annars er ekkert að gerast. ekkert. mér tókst varla að gera nokkuð af því sem ég hafði ætlað mér að gera þessa nýliðnu helgi, svef allt of mikið og nennti ekki neinu. en það var samt kósí og gaman.

þessa vikuna þarf ég nú samt að standa mig í því að standa við það sem ég hef lofað sjálfum mér. þarf að drullast til þess að byrja að hreyfa mig á ný eftir jóla-stasisið, læra eins og asni og...og eitthvað meira sem ég man ekki...byrjar vel.

en ég ætla að ljúka þessari stuttu og ómerku bloggfærslu með tveimur lögum dagsins (hitt lagið má vera lag morgundagsins, þar sem ég nenni líklegast ekki að blogga um ekki neitt á morgun líka).

Fyrst er hið sjúklega töffaða mashup eftir Overdub nokkurn af Radiohead laginu 15 Step og gamla Brubeck slagaranum Take Five:



Hitt lagið er svona semi mashup líka, en það er lagið Tchaikovsky Beat með Messer Chups. Þar eru klippur úr Hnotubrjótinum eftir Tchaikovsky skeytt saman við surfrock bít. alger snilld:

1.04.2010

af liðnum árum og óliðnum

jæja. þarna gerðist það. árið 2009 er búið og 2010 gengið í garð. engin fleiri áramótagleraugu með núllunum sem linsur. svona er lífið.

þetta

er klárlega betra en þetta


en hvað sem það varðar þá var 2009 ekki svo slæmt ár. þrátt fyrir allt fokkið á landinu og peningavandamál mín sökum einstakra kjánaláta í sumar þá gerðist margt gaman.
ég komst í úrslit í músiktilraunum og upp úr því fór hljómsveitin í stúdió og byrjaði vinnu á fyrstu smáskífu okkar. við tókum líka upp nokkur demó í FÍH og gerðum smásmáskífu úr því, sem hægt er að nálgast hér. við kölluðum hana Shutters, eftir einu af laginu, og ég er bara megasáttur með hana.
ég fann hana birtu mína aftur. (aww, en krúttó *gubb*)
ég fór ekki í hringferð eins og planið var, en ég samt fór í skemmtilegar útilegur í staðin.
ég hóaði loksins saman fólki í hljómsveitina sem mig hefur lengi langað að stofna.

mikil gleði. jeij.

en planið var að taka eitt stykki klisjukennt "topp 10 listi ársins 2009" með þeim tónlistarmönnum, hljómsveitum og geisladiskum sem mér fannst eiga árið. mér er skít sama þótt að diskarnir komu ekki út þetta árið eða hljómsveitirnar séu hættar. þetta er tónlistarárið mitt 2009.

Tónlisti Þóris árið 2009

10. Death Cab for Cutie - fyrir það eitt að vera æðislegir krúttubangsar, alltaf

þessi hljómsveit er mín langsamlega uppáhalds hljómsveit, sama hvaða nýju hljómsveit ég tek ástfóstur við get ég alltaf hlustað aftur á Death Cab. því eiga þeir alltaf skilið að vera með á mínum tónlistum.
í fáum orðum sagt: Ben Gibbard er giftur Zooey Deschanel

9. M83 - Saturdays = Youth

þessi plata þeirra frá 2008, sem ég þó uppgötvaði með hjálp sindra litla í ár, er rosalega skemmtileg blanda af post-rokki, poppi og tölvutónlist. hljóma eins og Mew ef þeir væru alltaf á kandíflos og alsælu. Kim & Jessie er það lag sem ég myndi mæla með fyrst til að kynna sér þessa plötu.
fyrri plötur sveitarinnar eru svo líka rosalega skemmtilegar, bæði post-rokk og jafnvel ambient á'l Brian Eno.
í fáum orðum sagt: skemmtileg poppuð post-rock sveit.

8. Agent Fresco - Lightbulb Universe

ég hef nú ekki hlustað á plötuna í heild, en þeir eru bara svo sjúklega góðir að þeir eiga vel skilið sæti hérna. oft hef ég misst mig í slamminu og gleðini á tónleikum með þessum meisturum, en allt frá því að þeir unnu Músíktilraunir 2008 hafa þeir orðið vinsælli og vinsælli og eiga núna, að mínu mati, varla heima á íslandi lengur - þeir eru bara of góðir fyrir „smágigg“ á Sódómu.
í fáum orðum sagt: kraftþrungið, pólýryþmískt rokk flutt af alveg gífurlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum.

7. Bróðir Svartúlfs - Bróðir Svartúlfs

þessum eldhressu gaurum frá suðárkróki var ég svo heppinn að kinnast á Músíktilraunum 2009, þar sem þeir rúlluðu upp keppninni með yfirburðum. þessi fullkomna blanda þeirra af rokki, metal, rappi og öðru gourmet dóti kemur út sem rokkað rapp án þess að detta út í nü-metal. Fyrirmyndarveruleikaflóttamaður er hreinlega með þeim betri lögum sem ég hef nokkurntíman hlustað á og Gullfalleg Útgáfa of Forljótum manni kemur þar fast á eftir.
það bætir svo ekki úr skák að strákarnir eru sjálfir hinir mestu snillingar. Smeillið hér til þess að hlusta á þá og kaupa lögin þeirra.
í fáum orðum sagt: kraftmikið rímurokk.

6. Do Make Say Think - barasta allt

ég á honum Jeph Jacques, höfundi net-teiknimyndarinnar Questionable Content, það að þakka að hafa fundið þessa hljómsveit, sem núna er ein af mínum uppáhalds post-rokk sveitum. ég er búinn að hlusta á þá nærrum því á hverjum einasta degi tímunum saman þennan vetur og á líklegast ekkert eftir að fá leið á þeim. þannig séð eru þeir líkir Boards of Canada, ekki því að tónlistin er lík heldur vegna þess að stemningin er svipuð; kæruleysislegt og melódískt...æj, ég veit ekki hvenrig ég á að lýsa þessu. sama hvað það varðar þá er uppáhaldsplatan mín með þeim, í augnablikinu, Goodbye Enemy Airship the Landlord is Dead og af þeirri plötu helst ég mest upp á Bruce E Kinesis, sem ég hef þegar sett inn á þetta litla, krúttlega blogg.
í fáum orðum sagt: þeir eru osom.

5. Röyksopp - Junior

þessi plata er tær snilld. ég held ég þurfi ekkert að lýsa því eitthvað nánar, það ættu allir að kannast við það að dilla sér við Happy Up Here eða Girl and the Robot. ég verð nú að segja að það síðarnefnda er ekki beint það besta á plötunni, en öll hin bæta það upp hundraðfallt. fleiri snilldarlög af henni eru Miss it so Much og Röyksopp Forver.
í fáum orðum sagt:þessi plata snilld; hlustið á hana.

4. Sykur - Frábært eða frábært

þeir halldór, stefán og kristján klikka seint og þá sérstaklega ekki með þessari fyrstu plötu sinni saman sem elektrógrúppan Sikur. ég á seint eftir að gleyma því þegar ég fékk eina og eina lagahugmyndinna þeirra senda yfir msn sem reason fæl, hlustaði á þær og senti þeim til baka „naiizee“. þrátt fyrir að svarið hafa alltaf verið rosalega svipað og staðlað þýddi það ekki að um var að ræða alveg hreint rosalega skemmtileg og up-beat lög sem maður getur varla stillt sig um að dilla bossanum við. þótt að markhópur félaganna sé kanski óvart 16 ára skinkupíur þá á ég enn eftir að hitta þann mann sem ekki getur elskað lögin þeirra fyrir þá einföldu hamingju sem þau flytja. mitt uppáhaldslag af plötunni held ég að sé Með Stuð í Eyrum þá get ég varla bent á að eitt lag sé þar betra en annað. þau sem standa upp úr eru þó Rocketship, Lessupjetur, Hardon, Bite Me og...æj, fokk, ég á bara eftir að telja upp alla plötuna hérna.
mér finnst það líka magnað hvað ég á það til að gleyma að ég sé að hlusta á tónlist eftir vini mína þegar ég hlusta á lögin.
í fáum orðum sagt: frábært

3. Kristín - Mubla

hún systir fær að sjálfsögðu að vera með, enda er ég ólýsanlega stoltur af henni fyrir þessa plötu sína, sem hún var bara að gefa út núna fyrir jól. tónlistin er aðgengileg, skemmtileg en jafnframt margslungin. hún stekkur frá einum stíl yfir í annan en samt sem áður skilur aftur eftir sinn persónulega stíl, sem er eitthvað voðalega krístinarlegur. ég hvet ykkur öll að verða ykkur út um þessa plötu.
í fáum orðum sagt: systir mín að fara á kostum *stoltistolt*

2. Mew -
No More Stories Are Told Today
I'm Sorry, They Washed Away
No More Stories, The World Is Grey
I'm Tired, Let's Wash Away

þessa plötu á ég ekki, því ég vil ekki stela henni af netinu og hef ekki átt pening til þess að kaupa mér hana. en það fyrsta sem ég mun gera þegar ég fæ námslánin greidd er að hlaupa út í búð og fjárfesta í eintaki af þessu meistaraverki. Mew hefur lengi vel verið ein af mínum uppáhalds hljósmveitum og þá sérstaklega platan And the Glass Handed Kites. ég bjóst ekki við því að dönsku krúttin gætu toppað sjálfa sig eftir hana, en mér skjátlaðist. þessi plata er algert yndi frá a til ö og rennur ljúffenglega niður í hlustun. ég á eiginlega ekki næg orð til um hversu frábær mér þykir þessi plata og ég ætla því að leyfa Introducing Palace Players og Repeaterbeater að tala fyrir hana. í þessum lögum - og fleirum á plötunni - tekst þeim að blanda pólýryþma inn í popp á snilldarlegan máta, svo lúmskt að maður tekur varla eftir því.
í fáum orðum sagt: ég elska þessa plötu og hún er alger snilld. og þeir eru danskir!

1. The Decemberists - The Hazards of Love

úff. ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. þér þótti ég kanski lofsana annað sætið eilítið of mikið...en bíddu bara.
ef þú ert ekki búinn að hlusta á þessa plötu ráðlegg ég þér að hlusta fyrst á fyrri plötur þessarar dásamlegu folk-rokk sveit frá bandaríkjunum. The Decemberists eru í öðru sæti á eftir Death Cab sem mín uppáhalds hljómsveit og það er kanski þess vegna sem ég elska þetta meistaraverk svona mikið.
ég er nokkuð viss um að árið 2009 hefði ekki verið hið sama ár hefði Colin Meloy, forsprakki sveitarinnar, ekki ákveðið að í stað þess að gera bara eitt lag eftir hugmyndinni sinni „Hazards of Love“ heldur heila plötu. fljótt á litið myndi maður halda að þarna væru stórkostleg mistök á ferð og sá sem les aftan á plötuna í hugsunarleysi heldur kanski að hérna sé eitthvað rugl í gangi þar sem nokkur lögin heita það sama eða líkum nöfnum. en, nei, þannig á þetta að vera. þetta er sumsé concept plata í anda proggsins og byggir á sögu sem fjallar um stúlkuna Margaret sem hittir hamskiptinginn William og verður ástfangin. inn í ástir þeirra skerast svo hin öfundsjúka móðir Williams og illskeittur ribbaldi, kallaður Rake.
þessa plötu átt þú ekki að hlusta á nema þú rennir henni allri í gegn frá fyrsta lagi að síðustu sekúndu. annað væri eins og að horfa á eitt eða tvö atriði í bíómynd í einu. að sjálfsögðu er það allt í fína ef þú nennir ekki öðru eða ef þú ert búinn að hlusta á hana oft og villt bara heyra uppáhalds atriðin þín, en ef þú nýtur plötunnar aldrei til hins ítrasta nema þú látir hana rúlla í gegn.
gítarhljómar hans Meloy leika rólega og á dularfullan hátt undir meðan bassaleikarinn Nate Query dansar með bassann yfir. svo brýst Chris Funk af og til inn með kröftugum gítarriffum. svona gæti ég haldið áfram lengi, en ég held að það væri rosalega leiðinleg lesning.
meistararnir fá til liðs með sér tvær söngkonur til þess að syngja fyrir kvennpersónurnar, en þær eru Becky Stark (Margaret) og Shara Worden (The Queen), en þær báðar vinna verkið óaðfinnanlega og bæta rosalega skemmtilegum blæ við tónlist hljómsveitarinnar.
þetta lag er í mínum huga plata sumarsins 2009 þar sem ég og birta lágum stundunum saman uppi í rúmi og hlustuðum á þetta meistaraverk. ég get ekki beðið eftir meiri tónlist frá sveitinni, en ég efast um að þau eiga einhverntíman eftir að geta toppað þetta.
fyrir nokkru var svo gefin út nokkurskonar teiknimynd sem er „visualization“ á disknum og heitir hreinlega The Hazards of Love Visualized.
í fáum orðum sagt: hreint meistaraverk.

jæja. meira hyggst ég ekki tjá mig um þennan lista, enda búinn að skrifa nóg í dag.

ég ætla þó að bæta við tveimur flokkum:

tónlistarlegt klúður 2009: það að Ingó og Veðurguðirnir skyldu áfram vera vinsælir.

lag ársins 2009: er svo samkvæmt last.fm-inu mínu þetta hérna:


mér finnst það skemmtilega viðeigandi miðað við ástandið hérna á landinu. en mig langar samt að hafa eitthvað aðeins hressara sem lag ársins, svo ég vel þetta:


12.29.2009

af lönum og matarboðum

jólin. búinn að líða frekar hratt. mikið af matarboðum og mikið borðað => mikill magaverkur.

mér þykir samt rosalega skondið hvað þetta frí er eitthvað uppblásið. manni finnst maður alltaf vera að fara í heils mánaða frí eða svo, eitthvað sjúklega langt tjill og læti, en svo er þetta bara tæpar þrjár vikur. og mestur af þeim tíma fer í stress og undirbúning fyrir allskyns boð og jólastúss, og voða lítið í alvöru frí. en ég er samt ekki að kvarta, ég hef alveg nægan tíma fyrir sjálfan mig núna og allt þannig, búið að vera bara rosalega fínt jólafrí so far.

í kvöld er planið að spila d&d með dúddunum, einstaklega nördalega epískt og skemmtilegt. búinn að vera að missa mig mikið og lengi yfir söguþráðum og skemmtilegum dýflissum. alltaf gaman að vera nörd.



hvað varðar svo fleiri plön þá virðist sem mér sé að takast að hópa saman í eitt stykki hljómsveit til að spila einhver af þeim lögum sem ég hef verið að glamra í einrúmi síðustu ár, er frekar spenntur fyrir því.

lag dagsins er ekki af verri kantinum, enda frá hinni sjúklega góðu kanadísku post-rock sveit Do Make Say Think. lagið er af annari breiðskífu þeirra, Goodbye Enemy Airship the Landlord Is Dead, og heitir Bruce E Kinesis. það er geðveikt. myndbandið er eitthvað artífart video, en lagið er lagið.