kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

6.05.2006

Heitar bökur

Þið verðið að passa puttana ykkar, platan er heit! Notið gaffal.
Þetta er alger snilld.

Ég var að koma úr frábærri sumarbústaðarferð með fjölskyldunni og kærustunni, alger snilld. Ég og Hildur komum ásamt pabba á föstudaginn, hann skutlaði okkur bara og fór yfir nýja vatnskerfið með mér og þannig, svo fór hann. Eftir að ég og Hildur höfðum skemmt okkur fram á laugardag kom afgangurinn af fjölskyldunni minni (sem sagt mamma, pabbi, Sindri og tvíburarnir) og við höfðum það notalegt fram á mánudag.

Það er svo yndislegt að geta farið út úr amstri hversdagsins og út úr hávaða borgarinnar, sest niður úti í heita pottinum og hlustað á þögnina. Alveg dásamlegt.

Á morgun verður fyrsti vinnudagurinn minn hjá Pennanum Hallarmúla í sumar og hlakka ég frekar mikið til þess, það verður ágætt að vinna sér inn smá pening fyrir gítar og fartölvu og svo mat fyrir næsta vetur.

En núna nenni ég ekki að skrifa meira, farið þið vel með ykkur.

6 Comments:

Blogger Gibba Gibb said...

Hildur hacker gerði þessa færslu mögulega.
Og já, enn og aftur takk fyrir mig ástin mín.

5.6.06  
Blogger Þórir said...

...ha?...hvernig? Ég hélt að blogger væru með eitthvað ******* diss.

6.6.06  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þú hefðir átt að líta við á Weebl n Bob maraþoni í norðurkjallara. Það var fresh. 2-3 klukkustundir, held ég að það hafi verið, af eintómu:
'lo Bob....
mmmmmmmmm.... pie.
PIE !?
mmmmmm... pie...
k... pie

frekar súrt, en fyndið þó

7.6.06  
Blogger Þórir said...

Þetta er mesta snilld í heimi, ég elska þessa liltu eggjagaura. Og öll hin toonin sem eru þarna, tær snilld, fúlt að ég hafi misst af þessu.

8.6.06  
Anonymous Nafnlaus said...

Really amazing! Useful information. All the best.
»

8.6.06  
Anonymous Nafnlaus said...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»

22.7.06  

Skrifa ummæli

<< Home