kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

6.21.2006

Pennin Hallarmúla, góðan dag

-Er þetta niðri á Laugarvegi?

-Nei, þetta er Penninn Hallarmúla tvö.

-Ekki á Laugarvegi?

-Nei, Hallarmúli tvö er við Hallarmúla.

Þetta var einhvernvegin svona, eihver alveg galinn gaur uppgötvaði að hann var að tala við vitlausa verslun í miðju samtali eftir að ég hafði tvisvar áður sagt að ég væri staddur við Hallarmúla. Svona fólk er bara 'God's little punchlines', eins og hann Óttar, vinur hans Sindra, orðar svo skemmtilega. Það kemur nefninlega af og til svona fólk í búðina sem einhvern vegin fer í mann. Illa. En maður blæs þetta af sér og heldur áfram að brosa, þetta er líka hið ágætasta starf.

Um daginn kom forsetinn okkar sjálfur, hann herra Ólafur Ragnar Grímsson, hér í búðinna og þótti mér alveg dásamlegt hversu venjulegur hann var. Hann hegðaði sér alveg nákvæmlega eins og allir aðrir venjulegir Íslendingar gera, afþakaði poka og nóturnar og gekk svo út. Það var að vísu einn öryggisvörður með honum, en ekkert harðkjarna gaur. Það sem mér finnst best við þetta er að svona lagað kæmi aldrei fyrir í Bandaríkjunum eða einhverju áþekku landi. Þar þyrfti „Herra Forseti“ að láta vita af komu sinni fyrirfram og þyrfti gæsla að vera í hámarki og allir í versluninni þyrftu að hegða sér skikkanlega. Alveg ömó eins og bloggfélagar mínir á fólk.is hefðu orðað þetta.

En yfir í önnur málefni: Héðinn. Hann vill nú endilega að ég skrifi eitthvað um hann. En þar sem hann les þetta örugglega ekki þá læt ég hér við sitja.


Mér finnst þetta geggjað töff. Einhverskonar regnbogaský sem lýsist allt upp ef að kristalarnir snúa réttt. Alveg magnað. Ef ég væri ský vildi ég vera svona ský.
En yfir í annað: Ég hef bara ekkert merkilegra að skrifa um.
Bless
Tryllt sjitt

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hey! jó! Forsetinn!
Eins og vitur maður sagði eitt sinn; "Tryllt sjitt"

22.6.06  
Blogger Elísabet said...

Dásamlegt ský. Eins og olíupollur í óravíddum himinsins.

23.6.06  
Anonymous Nafnlaus said...

I find that offensive

28.6.06  
Blogger Þórir said...

Nei, nei, Valborg, þú ert ekki ein af þeim. Þú ert hvíti sauðurinn í flokki hinna fáfróðu svörtu fólk.is-sauða bloggsamfélagsins. Þú ert bara kúl.

28.6.06  
Anonymous Nafnlaus said...

Did you just call me white?

3.7.06  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta "égvilveraóvirkur!" viðhorf til sumarsins er ekki vinsælt. Ég skal koma þessu í lag fyrir þig.

12.7.06  

Skrifa ummæli

<< Home