Ég get notað bloggsíðuna...
...sem hatt!
Og nú tæmdist hausinn minn. Allt þetta puð með að leita að réttum html kóða til að setja Propellerheads spilarann til hægri þegar ég hefði getað gert það með einum klikki í 'Compose'. Alltaf er maður viturri (er það ekki annars skrifað svona? Ekki vitrari?...Nei, veistu, þetta hljómar bara mjög asnalega...viturri...) eftirá.
Síðastliðinn föstudag var hlupið heim fyrr úr vinnunni, keyrt heim, hent þykkum, heitum og regnheldum fötum ofan í bakpoka, tjaldið tekið úr geymslunni, rennt í Rúmfatalagerinn til að kaupa útilegu stól og svo brunað rakleiðis að Skógum þar sem vinahópurinn ætlaði að hittast og halda kveðjupartí fyrir Bjarna og Erling sem ætluðu sér að keyra yfir hálft landið til styrktar Kjánasjóðs og hlusta á hina yndislegu, skosku hljómsveit Belle and Sebastian að spila á þeim bæ sem er nákvæmlega hinum megin á landinu miðað við Reykjavík; Borgarfjörður eystri. Við hinn undurfagra Skógarfoss var svo skemmt sér þar til fólk var orðið þreytt, þá var farið að sofa. Daginn eftir vöknuðum við í rólegheitunum, klæddum okkur í hlýju útiverufötin og stukkum út í steikjandi sólina, skriðum aftur inn í tjaldið og afklæddumst. Svo horfði maður á eftir ofurhugunum þar sem þeir lögðu af stað í sinn hálfs dags bíltúr.
Laugardeginum var eytt í það að rífast um hvort við ættum að fara til Hvolsvallar eða Víkur, sleikja sólina og glamra See You Soon á BT-Fenderinn hans tengdó. Að lokum var ákveðið að halda til Hvolsvallar þar sem við fengum okkur rándýra hamborgara, fengum fleiri klaka fyrir kæliboxin til að kæla...öhm...sprite-ið og keyptum svo kvöld og morgunmat í 11-11. Villi, sem reyndar kom ekki með í ferðina þar sem honum langaði svo mikið til að vinna, bjargaði ferðinni með því að ljá okkur iTrip-ið sem spilaði fyrir okkur ferska og hressandi tónlist á leiðinni þar til Sandstorm var rofið af einhverjum samkynhneigðum plebbum á Hömmer í skamma stund meðan einhver hryllingur bullaði út úr útvarpinu...alger snilld.
Um kvöldið var drukkið...sprite...þótt það væri bannað.
Daginn eftir var vaknað, morgunmaturinn borðaður og Delta 3000+ og Phladian tekin niður eftir góða þjónustu. Svo misti flokkurinn sig, klæddi sig í sundföt og hljóp undir fossinn.
Nú er brjálað veður úti, mig langar ekkert að vera inni en...tjah, ég þarf víst að vinna.
Sjáumst síðar
Og nú tæmdist hausinn minn. Allt þetta puð með að leita að réttum html kóða til að setja Propellerheads spilarann til hægri þegar ég hefði getað gert það með einum klikki í 'Compose'. Alltaf er maður viturri (er það ekki annars skrifað svona? Ekki vitrari?...Nei, veistu, þetta hljómar bara mjög asnalega...viturri...) eftirá.
Síðastliðinn föstudag var hlupið heim fyrr úr vinnunni, keyrt heim, hent þykkum, heitum og regnheldum fötum ofan í bakpoka, tjaldið tekið úr geymslunni, rennt í Rúmfatalagerinn til að kaupa útilegu stól og svo brunað rakleiðis að Skógum þar sem vinahópurinn ætlaði að hittast og halda kveðjupartí fyrir Bjarna og Erling sem ætluðu sér að keyra yfir hálft landið til styrktar Kjánasjóðs og hlusta á hina yndislegu, skosku hljómsveit Belle and Sebastian að spila á þeim bæ sem er nákvæmlega hinum megin á landinu miðað við Reykjavík; Borgarfjörður eystri. Við hinn undurfagra Skógarfoss var svo skemmt sér þar til fólk var orðið þreytt, þá var farið að sofa. Daginn eftir vöknuðum við í rólegheitunum, klæddum okkur í hlýju útiverufötin og stukkum út í steikjandi sólina, skriðum aftur inn í tjaldið og afklæddumst. Svo horfði maður á eftir ofurhugunum þar sem þeir lögðu af stað í sinn hálfs dags bíltúr.
Laugardeginum var eytt í það að rífast um hvort við ættum að fara til Hvolsvallar eða Víkur, sleikja sólina og glamra See You Soon á BT-Fenderinn hans tengdó. Að lokum var ákveðið að halda til Hvolsvallar þar sem við fengum okkur rándýra hamborgara, fengum fleiri klaka fyrir kæliboxin til að kæla...öhm...sprite-ið og keyptum svo kvöld og morgunmat í 11-11. Villi, sem reyndar kom ekki með í ferðina þar sem honum langaði svo mikið til að vinna, bjargaði ferðinni með því að ljá okkur iTrip-ið sem spilaði fyrir okkur ferska og hressandi tónlist á leiðinni þar til Sandstorm var rofið af einhverjum samkynhneigðum plebbum á Hömmer í skamma stund meðan einhver hryllingur bullaði út úr útvarpinu...alger snilld.
Um kvöldið var drukkið...sprite...þótt það væri bannað.
Daginn eftir var vaknað, morgunmaturinn borðaður og Delta 3000+ og Phladian tekin niður eftir góða þjónustu. Svo misti flokkurinn sig, klæddi sig í sundföt og hljóp undir fossinn.
Nú er brjálað veður úti, mig langar ekkert að vera inni en...tjah, ég þarf víst að vinna.
Sjáumst síðar
7 Comments:
Ég elska þennan foss með svo miklu sem sál mín hefur að geyma!
Og það var ýkt gaman að hanga með ykkur krökkunum.
Ef þig vantar prófarkalesara skal ég gera það fyrir þrjú hrós á klukkutíma. Efast samt um að það taki það langan tíma að lesa þetta yfir. Þú kemst því upp með að borga um hálft til eitt, per skipti. Broskall.
Það var alveg þúst ógó gaman
Þú ert kjáni og þig skal ég nota sem hatt.
ég fína sandstorm
Thad sem thu vilt ad adrir menn gjori ydur thad skulud ther og theim gjora...
SVO DRULLASTU TIL AD SETJA LINK A MIG A SIDUNA THINA ARFINN THINN!
Sakna thin samt lika sma,
Gudrun Gedveila
sko, þú fékkst kanski 5 til 7 sms, en svo er líka einn ýkt heppinn heimasími sem hefur fengið meira en 25 sms
Já, og hægri rassvasinn bað að heilsa, hann sagði.. '9kwm.. "#*'
kveðja,
Magnús Kári
(en að öllu gríni gleymdu, þá þykir mér þetta leiðinlegt að hafa böggað þig með þessu)
Þetta var ekkert böggandi, bara kjánalega fyndið. :D Ég bið að heilsa rassvasanum!
Skrifa ummæli
<< Home