kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

1.22.2010

af kjúklingi og yfirsofi

í morgun tókst mér að staulast á fætur klukkan eitt. jafnvel þótt ég hafi stillt klukkuna klukkan níu. ég var einhvernvegin alltaf hálfsofandi í einhverju megasúrum draumi þegar hún fór að pípa á mig svo ég snúsaði bara án þess að veita því eftirtekt, og slökkti á henni svo að lokum. það var nú frí í skólanum, svo ég missti ekki af neinu, en þetta sló samt verulega á þann tíma sem ég hafi til þess að læra undir prófið á mánudaginn. en maður lifir þetta af, alltaf daguirnn á morgun til að vera duglegur.

á morgun verður önnur raunveruleg æfing hljómsveitar minnar, svo er svansspilamenska og svo er svanspartí. klikkað dót. ég ætti nú samt að geta lært aðeins fyrir það rugl.

það er partí í kvöld...fokk.



ég sakna hans gítarsins míns gamla, sem hlaut þau svaðalegu örlög að verða fyrir loftárás baldvins og dagmar í einni bústaðarölvuninni. mikil synd. hann ziggy hennar birtu hefur komið að góðum notum sem rebound gítar, en það er nú komið að því að ég fari að kaupa mér minn eigin.

bleh.



annars hef ég ekki mikið að segja, þar sem ekki nenni ég að tjá mig um handbolta, því mér þykir hann afskaplega leiðinleg íþrótt. ég nenni heldur ekki að tjá mig um pólitík, því það nennir enginn að lesa. ég ætla þá bara að fara að skutla litla bróður mínum eitthvað.

lag dagsins er svo hið dásamlega trip-hop lag Teardrop með Massive Attack: (sumir ættu að þekkja það sem House MD þemað)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home