af lönum og matarboðum
jólin. búinn að líða frekar hratt. mikið af matarboðum og mikið borðað => mikill magaverkur.
mér þykir samt rosalega skondið hvað þetta frí er eitthvað uppblásið. manni finnst maður alltaf vera að fara í heils mánaða frí eða svo, eitthvað sjúklega langt tjill og læti, en svo er þetta bara tæpar þrjár vikur. og mestur af þeim tíma fer í stress og undirbúning fyrir allskyns boð og jólastúss, og voða lítið í alvöru frí. en ég er samt ekki að kvarta, ég hef alveg nægan tíma fyrir sjálfan mig núna og allt þannig, búið að vera bara rosalega fínt jólafrí so far.
í kvöld er planið að spila d&d með dúddunum, einstaklega nördalega epískt og skemmtilegt. búinn að vera að missa mig mikið og lengi yfir söguþráðum og skemmtilegum dýflissum. alltaf gaman að vera nörd.
hvað varðar svo fleiri plön þá virðist sem mér sé að takast að hópa saman í eitt stykki hljómsveit til að spila einhver af þeim lögum sem ég hef verið að glamra í einrúmi síðustu ár, er frekar spenntur fyrir því.
lag dagsins er ekki af verri kantinum, enda frá hinni sjúklega góðu kanadísku post-rock sveit Do Make Say Think. lagið er af annari breiðskífu þeirra, Goodbye Enemy Airship the Landlord Is Dead, og heitir Bruce E Kinesis. það er geðveikt. myndbandið er eitthvað artífart video, en lagið er lagið.
mér þykir samt rosalega skondið hvað þetta frí er eitthvað uppblásið. manni finnst maður alltaf vera að fara í heils mánaða frí eða svo, eitthvað sjúklega langt tjill og læti, en svo er þetta bara tæpar þrjár vikur. og mestur af þeim tíma fer í stress og undirbúning fyrir allskyns boð og jólastúss, og voða lítið í alvöru frí. en ég er samt ekki að kvarta, ég hef alveg nægan tíma fyrir sjálfan mig núna og allt þannig, búið að vera bara rosalega fínt jólafrí so far.
í kvöld er planið að spila d&d með dúddunum, einstaklega nördalega epískt og skemmtilegt. búinn að vera að missa mig mikið og lengi yfir söguþráðum og skemmtilegum dýflissum. alltaf gaman að vera nörd.
hvað varðar svo fleiri plön þá virðist sem mér sé að takast að hópa saman í eitt stykki hljómsveit til að spila einhver af þeim lögum sem ég hef verið að glamra í einrúmi síðustu ár, er frekar spenntur fyrir því.
lag dagsins er ekki af verri kantinum, enda frá hinni sjúklega góðu kanadísku post-rock sveit Do Make Say Think. lagið er af annari breiðskífu þeirra, Goodbye Enemy Airship the Landlord Is Dead, og heitir Bruce E Kinesis. það er geðveikt. myndbandið er eitthvað artífart video, en lagið er lagið.
1 Comments:
æji mér finnst jólafríið bara mátulega langt reyndar. fengi bara samviskubit (og sennilega legusár) ef það væri lengra.
og miðað við það hvað ég er dugleg að kommenta á þín blogg þá sökkar þú í að kommenta á mín. bad boyfriend. djók. very good boyfriend.
annars eru bleiku stelpu d&d teningarnir mínir hérna að bíða eftir þér. þeir hlakka mikið til að spila. verst að eigandi þeirra fær ekki að vera með.
Skrifa ummæli
<< Home