af skóla og leti
og núna, bomm bomm, eins og ekkert hafi í skorist er maður sestur í kenslustofuna á þriðju hæð í læknagarði á ný, algerlega útúrsýrður og athyglislaus eftir leti og át í jólafríinu. núna er tekinn við hörkulærdómur um efni, sem mér þykir loksins skemmtilegt en samt sem áður er leiðinlegt að læra það...líf mitt. það þýðir þó að ég geti í raun barið mig til þess að lesa heima fyrir næsta tíma þrátt fyrir að hafa verið í skólanum frá átta til fimm.
áðan var ég í verklegri lífefnafræði. þar var ég að blúbba endalaust úr og í eppendorf glösum eins og enginn sé morgundagurinn. það er fátt jafn leiðinlegra og að pípettera rúmlega 70 sinnum. niðurstöðurnar eru þó örlítið áhugaverðar, og að sjálfsögðu veitir þetta manni innsýn inn í starfsferlana að baki greiningu á blóði og öðrum lífsýnum.
annars er ekkert að gerast. ekkert. mér tókst varla að gera nokkuð af því sem ég hafði ætlað mér að gera þessa nýliðnu helgi, svef allt of mikið og nennti ekki neinu. en það var samt kósí og gaman.
þessa vikuna þarf ég nú samt að standa mig í því að standa við það sem ég hef lofað sjálfum mér. þarf að drullast til þess að byrja að hreyfa mig á ný eftir jóla-stasisið, læra eins og asni og...og eitthvað meira sem ég man ekki...byrjar vel.
en ég ætla að ljúka þessari stuttu og ómerku bloggfærslu með tveimur lögum dagsins (hitt lagið má vera lag morgundagsins, þar sem ég nenni líklegast ekki að blogga um ekki neitt á morgun líka).
Fyrst er hið sjúklega töffaða mashup eftir Overdub nokkurn af Radiohead laginu 15 Step og gamla Brubeck slagaranum Take Five:
Hitt lagið er svona semi mashup líka, en það er lagið Tchaikovsky Beat með Messer Chups. Þar eru klippur úr Hnotubrjótinum eftir Tchaikovsky skeytt saman við surfrock bít. alger snilld:
áðan var ég í verklegri lífefnafræði. þar var ég að blúbba endalaust úr og í eppendorf glösum eins og enginn sé morgundagurinn. það er fátt jafn leiðinlegra og að pípettera rúmlega 70 sinnum. niðurstöðurnar eru þó örlítið áhugaverðar, og að sjálfsögðu veitir þetta manni innsýn inn í starfsferlana að baki greiningu á blóði og öðrum lífsýnum.
annars er ekkert að gerast. ekkert. mér tókst varla að gera nokkuð af því sem ég hafði ætlað mér að gera þessa nýliðnu helgi, svef allt of mikið og nennti ekki neinu. en það var samt kósí og gaman.
þessa vikuna þarf ég nú samt að standa mig í því að standa við það sem ég hef lofað sjálfum mér. þarf að drullast til þess að byrja að hreyfa mig á ný eftir jóla-stasisið, læra eins og asni og...og eitthvað meira sem ég man ekki...byrjar vel.
en ég ætla að ljúka þessari stuttu og ómerku bloggfærslu með tveimur lögum dagsins (hitt lagið má vera lag morgundagsins, þar sem ég nenni líklegast ekki að blogga um ekki neitt á morgun líka).
Fyrst er hið sjúklega töffaða mashup eftir Overdub nokkurn af Radiohead laginu 15 Step og gamla Brubeck slagaranum Take Five:
Hitt lagið er svona semi mashup líka, en það er lagið Tchaikovsky Beat með Messer Chups. Þar eru klippur úr Hnotubrjótinum eftir Tchaikovsky skeytt saman við surfrock bít. alger snilld:
1 Comments:
VEI lagið mitt!
Skrifa ummæli
<< Home