jæja. þarna gerðist það. árið 2009 er búið og 2010 gengið í garð. engin fleiri áramótagleraugu með núllunum sem linsur. svona er lífið.
en hvað sem það varðar þá var 2009 ekki svo slæmt ár. þrátt fyrir allt fokkið á landinu og peningavandamál mín sökum einstakra kjánaláta í sumar þá gerðist margt gaman.
ég komst í úrslit í músiktilraunum og upp úr því fór hljómsveitin í stúdió og byrjaði vinnu á fyrstu smáskífu okkar. við tókum líka upp nokkur demó í FÍH og gerðum smásmáskífu úr því, sem hægt er að nálgast
. við kölluðum hana Shutters, eftir einu af laginu, og ég er bara megasáttur með hana.
ég fann hana birtu mína aftur. (aww, en krúttó *gubb*)
ég fór ekki í hringferð eins og planið var, en ég samt fór í skemmtilegar útilegur í staðin.
ég hóaði loksins saman fólki í hljómsveitina sem mig hefur lengi langað að stofna.
mikil gleði. jeij.
en planið var að taka eitt stykki klisjukennt "topp 10 listi ársins 2009" með þeim tónlistarmönnum, hljómsveitum og geisladiskum sem
fannst eiga árið. mér er skít sama þótt að diskarnir komu ekki út þetta árið eða hljómsveitirnar séu hættar. þetta er tónlistarárið mitt 2009.
Tónlisti Þóris árið 2009
10. Death Cab for Cutie - fyrir það eitt að vera æðislegir krúttubangsar, alltaf
þessi hljómsveit er mín langsamlega uppáhalds hljómsveit, sama hvaða nýju hljómsveit ég tek ástfóstur við get ég alltaf hlustað aftur á Death Cab. því eiga þeir alltaf skilið að vera með á mínum tónlistum.
í fáum orðum sagt:
Ben Gibbard er giftur
Zooey Deschanel
9. M83 - Saturdays = Youth
þessi plata þeirra frá 2008, sem ég þó uppgötvaði með hjálp sindra litla í ár, er rosalega skemmtileg blanda af post-rokki, poppi og tölvutónlist. hljóma eins og Mew ef þeir væru alltaf á kandíflos og alsælu.
Kim & Jessie er það lag sem ég myndi mæla með fyrst til að kynna sér þessa plötu.
fyrri plötur sveitarinnar eru svo líka rosalega skemmtilegar, bæði post-rokk og jafnvel ambient á'l Brian Eno.
í fáum orðum sagt: skemmtileg poppuð post-rock sveit.
8. Agent Fresco - Lightbulb Universe
ég hef nú ekki hlustað á plötuna í heild, en þeir eru bara svo sjúklega góðir að þeir eiga vel skilið sæti hérna. oft hef ég misst mig í slamminu og gleðini á tónleikum með þessum meisturum, en allt frá því að þeir unnu Músíktilraunir 2008 hafa þeir orðið vinsælli og vinsælli og eiga núna, að mínu mati, varla heima á íslandi lengur - þeir eru bara of góðir fyrir „smágigg“ á Sódómu.
í fáum orðum sagt: kraftþrungið, pólýryþmískt rokk flutt af alveg gífurlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum.
7. Bróðir Svartúlfs - Bróðir Svartúlfs
þessum eldhressu gaurum frá suðárkróki var ég svo heppinn að kinnast á Músíktilraunum 2009, þar sem þeir rúlluðu upp keppninni með yfirburðum. þessi fullkomna blanda þeirra af rokki, metal, rappi og öðru gourmet dóti kemur út sem rokkað rapp án þess að detta út í nü-metal. Fyrirmyndarveruleikaflóttamaður er hreinlega með þeim betri lögum sem ég hef nokkurntíman hlustað á og Gullfalleg Útgáfa of Forljótum manni kemur þar fast á eftir.
það bætir svo ekki úr skák að strákarnir eru sjálfir hinir mestu snillingar. Smeillið
hér til þess að hlusta á þá og kaupa lögin þeirra.
í fáum orðum sagt: kraftmikið rímurokk.
6. Do Make Say Think - barasta allt
ég á honum Jeph Jacques, höfundi net-teiknimyndarinnar
Questionable Content, það að þakka að hafa fundið þessa hljómsveit, sem núna er ein af mínum uppáhalds post-rokk sveitum. ég er búinn að hlusta á þá nærrum því á hverjum einasta degi tímunum saman þennan vetur og á líklegast ekkert eftir að fá leið á þeim. þannig séð eru þeir líkir Boards of Canada, ekki því að tónlistin er lík heldur vegna þess að stemningin er svipuð; kæruleysislegt og melódískt...æj, ég veit ekki hvenrig ég á að lýsa þessu. sama hvað það varðar þá er uppáhaldsplatan mín með þeim, í augnablikinu, Goodbye Enemy Airship the Landlord is Dead og af þeirri plötu helst ég mest upp á
Bruce E Kinesis, sem ég hef þegar sett inn á þetta litla, krúttlega blogg.
í fáum orðum sagt: þeir eru osom.
5. Röyksopp - Junior
þessi plata er tær snilld. ég held ég þurfi ekkert að lýsa því eitthvað nánar, það ættu allir að kannast við það að dilla sér við
Happy Up Here eða
Girl and the Robot. ég verð nú að segja að það síðarnefnda er ekki beint það besta á plötunni, en öll hin bæta það upp hundraðfallt. fleiri snilldarlög af henni eru
Miss it so Much og
Röyksopp Forver.
í fáum orðum sagt:þessi plata snilld; hlustið á hana.
4. Sykur - Frábært eða frábært
þeir halldór, stefán og kristján klikka seint og þá sérstaklega ekki með þessari fyrstu plötu sinni saman sem elektrógrúppan Sikur. ég á seint eftir að gleyma því þegar ég fékk eina og eina lagahugmyndinna þeirra senda yfir msn sem reason fæl, hlustaði á þær og senti þeim til baka „naiizee“. þrátt fyrir að svarið hafa alltaf verið rosalega svipað og staðlað þýddi það ekki að um var að ræða alveg hreint rosalega skemmtileg og up-beat lög sem maður getur varla stillt sig um að dilla bossanum við. þótt að markhópur félaganna sé kanski óvart 16 ára skinkupíur þá á ég enn eftir að hitta þann mann sem ekki getur elskað lögin þeirra fyrir þá einföldu hamingju sem þau flytja. mitt uppáhaldslag af plötunni held ég að sé Með Stuð í Eyrum þá get ég varla bent á að eitt lag sé þar betra en annað. þau sem standa upp úr eru þó
Rocketship, Lessupjetur, Hardon, Bite Me og...æj, fokk, ég á bara eftir að telja upp alla plötuna hérna.
mér finnst það líka magnað hvað ég á það til að gleyma að ég sé að hlusta á tónlist eftir vini mína þegar ég hlusta á lögin.
í fáum orðum sagt: frábært
3. Kristín - Mubla
hún systir fær að sjálfsögðu að vera með, enda er ég ólýsanlega stoltur af henni fyrir þessa plötu sína, sem hún var bara að gefa út núna fyrir jól. tónlistin er aðgengileg, skemmtileg en jafnframt margslungin. hún stekkur frá einum stíl yfir í annan en samt sem áður skilur aftur eftir sinn persónulega stíl, sem er eitthvað voðalega krístinarlegur. ég hvet ykkur öll að verða ykkur út um þessa plötu.
í fáum orðum sagt: systir mín að fara á kostum *stoltistolt*
2. Mew -
No More Stories Are Told Today
I'm Sorry, They Washed Away
No More Stories, The World Is Grey
I'm Tired, Let's Wash Away
þessa plötu á ég ekki, því ég vil ekki stela henni af netinu og hef ekki átt pening til þess að kaupa mér hana. en það fyrsta sem ég mun gera þegar ég fæ námslánin greidd er að hlaupa út í búð og fjárfesta í eintaki af þessu meistaraverki. Mew hefur lengi vel verið ein af mínum uppáhalds hljósmveitum og þá sérstaklega platan
And the Glass Handed Kites. ég bjóst ekki við því að dönsku krúttin gætu toppað sjálfa sig eftir hana, en mér skjátlaðist. þessi plata er algert yndi frá a til ö og rennur ljúffenglega niður í hlustun. ég á eiginlega ekki næg orð til um hversu frábær mér þykir þessi plata og ég ætla því að leyfa
Introducing Palace Players og
Repeaterbeater að tala fyrir hana. í þessum lögum - og fleirum á plötunni - tekst þeim að blanda pólýryþma inn í popp á snilldarlegan máta, svo lúmskt að maður tekur varla eftir því.
í fáum orðum sagt: ég elska þessa plötu og hún er alger snilld. og þeir eru danskir!
1. The Decemberists - The Hazards of Love
úff. ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. þér þótti ég kanski lofsana annað sætið eilítið of mikið...en bíddu bara.
ef þú ert ekki búinn að hlusta á þessa plötu ráðlegg ég þér að hlusta fyrst á fyrri plötur þessarar dásamlegu folk-rokk sveit frá bandaríkjunum. The Decemberists eru í öðru sæti á eftir Death Cab sem mín uppáhalds hljómsveit og það er kanski þess vegna sem ég elska þetta meistaraverk svona mikið.
ég er nokkuð viss um að árið 2009 hefði ekki verið hið sama ár hefði
Colin Meloy, forsprakki sveitarinnar, ekki ákveðið að í stað þess að gera bara eitt lag eftir hugmyndinni sinni „Hazards of Love“ heldur heila plötu. fljótt á litið myndi maður halda að þarna væru stórkostleg mistök á ferð og sá sem les aftan á plötuna í hugsunarleysi heldur kanski að hérna sé eitthvað rugl í gangi þar sem nokkur lögin heita það sama eða líkum nöfnum. en, nei, þannig á þetta að vera. þetta er sumsé concept plata í anda proggsins og byggir á sögu sem fjallar um stúlkuna Margaret sem hittir hamskiptinginn William og verður ástfangin. inn í ástir þeirra skerast svo hin öfundsjúka móðir Williams og illskeittur ribbaldi, kallaður Rake.
þessa plötu átt þú ekki að hlusta á nema þú rennir henni allri í gegn frá fyrsta lagi að síðustu sekúndu. annað væri eins og að horfa á eitt eða tvö atriði í bíómynd í einu. að sjálfsögðu er það allt í fína ef þú nennir ekki öðru eða ef þú ert búinn að hlusta á hana oft og villt bara heyra uppáhalds atriðin þín, en ef þú nýtur plötunnar aldrei til hins ítrasta nema þú látir hana rúlla í gegn.
gítarhljómar hans Meloy leika rólega og á dularfullan hátt undir meðan bassaleikarinn
Nate Query dansar með bassann yfir. svo brýst
Chris Funk af og til inn með kröftugum gítarriffum. svona gæti ég haldið áfram lengi, en ég held að það væri rosalega leiðinleg lesning.
meistararnir fá til liðs með sér tvær söngkonur til þess að syngja fyrir kvennpersónurnar, en þær eru
Becky Stark (Margaret) og
Shara Worden (The Queen), en þær báðar vinna verkið óaðfinnanlega og bæta rosalega skemmtilegum blæ við tónlist hljómsveitarinnar.
þetta lag er í mínum huga plata sumarsins 2009 þar sem ég og birta lágum stundunum saman uppi í rúmi og hlustuðum á þetta meistaraverk. ég get ekki beðið eftir meiri tónlist frá sveitinni, en ég efast um að þau eiga einhverntíman eftir að geta toppað þetta.
fyrir nokkru var svo gefin út nokkurskonar teiknimynd sem er „visualization“ á disknum og heitir hreinlega The Hazards of Love Visualized.
í fáum orðum sagt: hreint meistaraverk.
jæja. meira hyggst ég ekki tjá mig um þennan lista, enda búinn að skrifa nóg í dag.