kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

6.21.2006

Pennin Hallarmúla, góðan dag

-Er þetta niðri á Laugarvegi?

-Nei, þetta er Penninn Hallarmúla tvö.

-Ekki á Laugarvegi?

-Nei, Hallarmúli tvö er við Hallarmúla.

Þetta var einhvernvegin svona, eihver alveg galinn gaur uppgötvaði að hann var að tala við vitlausa verslun í miðju samtali eftir að ég hafði tvisvar áður sagt að ég væri staddur við Hallarmúla. Svona fólk er bara 'God's little punchlines', eins og hann Óttar, vinur hans Sindra, orðar svo skemmtilega. Það kemur nefninlega af og til svona fólk í búðina sem einhvern vegin fer í mann. Illa. En maður blæs þetta af sér og heldur áfram að brosa, þetta er líka hið ágætasta starf.

Um daginn kom forsetinn okkar sjálfur, hann herra Ólafur Ragnar Grímsson, hér í búðinna og þótti mér alveg dásamlegt hversu venjulegur hann var. Hann hegðaði sér alveg nákvæmlega eins og allir aðrir venjulegir Íslendingar gera, afþakaði poka og nóturnar og gekk svo út. Það var að vísu einn öryggisvörður með honum, en ekkert harðkjarna gaur. Það sem mér finnst best við þetta er að svona lagað kæmi aldrei fyrir í Bandaríkjunum eða einhverju áþekku landi. Þar þyrfti „Herra Forseti“ að láta vita af komu sinni fyrirfram og þyrfti gæsla að vera í hámarki og allir í versluninni þyrftu að hegða sér skikkanlega. Alveg ömó eins og bloggfélagar mínir á fólk.is hefðu orðað þetta.

En yfir í önnur málefni: Héðinn. Hann vill nú endilega að ég skrifi eitthvað um hann. En þar sem hann les þetta örugglega ekki þá læt ég hér við sitja.


Mér finnst þetta geggjað töff. Einhverskonar regnbogaský sem lýsist allt upp ef að kristalarnir snúa réttt. Alveg magnað. Ef ég væri ský vildi ég vera svona ský.
En yfir í annað: Ég hef bara ekkert merkilegra að skrifa um.
Bless
Tryllt sjitt

6.18.2006

Þunnt skal það vera,

því þunnur ég er...

Já, botnið þetta, því ég gat það ekki.

Ég er búinn að skemmta mér alveg konunglega þessa helgina, Sólbjartur, Tebó, 17. júní, Salsa partí og svo heim til Stebba. Allt gífurlega fullt og þunnt til skiptis.

Undanfarna daga hef ég verið að vinna við að aðstoða fólk í Pennanum Eymundson Hallarmúla 2. Þar sit ég annað hvort við kassa eða ráfa um gólf í leit að saklausu fólki til að leiðbeina. Þetta er ekki jafn gefandi starf og Birkis og Stefáns og ekki jafn heilsusamlegt og Hildar en þetta er alveg massa skemmtilegt samt.

Ég var færður yfir í Pennan Eymundson í Mjódinni á föstudag og fimmtudag og komst að því að það er miklu skemmtilegra í Hallarmúlanu, þessi búð er bara svo miklu minni heldur en Hallarmúlinn og það er svo lítið í henni miðað við Hallarmúlann.

Það er ekki eins og einhver gífurlegur fjöldi fólks skoði síðuna svo ég ætla ekki að hafa þetta lengra.

Bæbæ

6.05.2006

Heitar bökur

Þið verðið að passa puttana ykkar, platan er heit! Notið gaffal.
Þetta er alger snilld.

Ég var að koma úr frábærri sumarbústaðarferð með fjölskyldunni og kærustunni, alger snilld. Ég og Hildur komum ásamt pabba á föstudaginn, hann skutlaði okkur bara og fór yfir nýja vatnskerfið með mér og þannig, svo fór hann. Eftir að ég og Hildur höfðum skemmt okkur fram á laugardag kom afgangurinn af fjölskyldunni minni (sem sagt mamma, pabbi, Sindri og tvíburarnir) og við höfðum það notalegt fram á mánudag.

Það er svo yndislegt að geta farið út úr amstri hversdagsins og út úr hávaða borgarinnar, sest niður úti í heita pottinum og hlustað á þögnina. Alveg dásamlegt.

Á morgun verður fyrsti vinnudagurinn minn hjá Pennanum Hallarmúla í sumar og hlakka ég frekar mikið til þess, það verður ágætt að vinna sér inn smá pening fyrir gítar og fartölvu og svo mat fyrir næsta vetur.

En núna nenni ég ekki að skrifa meira, farið þið vel með ykkur.