kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

2.04.2010

af klukkum og birtuleysi

þið hafið eflaust (vona ég) tekið eftir þeim umræðum sem hafa átt sér stað síðastliðið um vitlausa klukku á íslandi, ef ekki í fréttablaðinu þá líklegast á facebook. það vill svo skemmtilega til að frá því að ég settist niður í svefn- og heilaritsæfingu hjá henni Björgu Þorleifsdóttur og hún skýrði fyrir okkur áhrifum þess að ísland sé í vitlausu tímabelti miðað við landafræðilega staðsetningu þess hef ég ætlað mér að skrifa um þetta grein. en þar sem ég er nú fyrirmyndar frestari þá varð ekkert úr þessu, flott það. núna samt, þegar Björg hefur ásamt læknum á geðsviði LSH og öðrum hefur komið á fót hópi fólks sem er að berjast fyrir þessu, finnst mér ég knúinn til þess að taka þátt.

málið snýst nefninlega um hina svokölluðu „lífsklukku“, sem talin er vera staðsett í undirstúkunni, nánartiltekið í suprachiasmatic nucleus. þessari klukka er að mestu leiti stjórnað af áhrifum aðliggjandi taugasíma frá sjónhimnunni, einnig koma inn ýmis kemísk boð sem að nema álag og þreytu heilavefs.

lífsklukkan getur aðlagað sig auðveldlega að breyttum aðstæðum og margir eiga ekki í neinu basli með að sofna hvenær sem þeir þurfa. auðveldast er að aðlaga klukkuna breyttri sólarupprás, svo sem eins og þegar þú ferðast milli landa, og tekur það sjaldan meira en einn eða tvo daga. erfiðara er þó fyrir hana að breyta sér eingöngu í takt við þreytu heilavefsins þegar sterkasta stjórnkerfi hennar, ljósið, er á móti. þetta er það sem að veldur íslendingum mest erfiðu, við erum stanslaust að ströggla við að færa klukkuna til og berja hana til hlýðni. eins og ég sagði áður gengur þetta mjög svo vel hjá flestum, en ekki öllum.

en tökum nú dæmi um þau áhrif sem að breyttur tími myndi hafa á okkur, þá helst á veturna þar sem annars er í raun sól allan daginn. í morgun vaknaði ég til dæmis talsvert treglega klukkan sjö og reif mig á fætur, úti var niðamyrkur og mig langaði helst að sofa lengur. þá var klukkan í raun og veru 5:30. og ég leyfi mér að efast ef einhver myndi nennan að vakna klukkan hálf sex hvern einasta helvítis dag. samt gerum við það. þetta þýðir að ég tók ekki eftir einni glætu af sólarljósi fyrr en núna þegar ég lít út um gluggan uppi í lesstofu, þar sem sólarupprás á sér stað um ellefu leitið og hádegi er klukkan hálf tvö.

en hvernig væri þessi dagur minn ef að við værum í réttu tímabelti? jú, ég myndi vakna klukkan sjö, og þá í alvörunni klukkan sjö, eflaust alveg jafn óhress (ég er, og verð, B-manneskja) en það sem ég myndi sjá þegar ég gengi út væri allt önnur sjón. jú, viti menn, við mér myndi blasta bjart morgunsárið, sem fyllir mann af lífsvilja og gleði og hamingju og regnbogum og blómum og dásemt og öllu því jukki. að sjálfsögðu væri sólinn ekki komin á loft, hún myndi ekki gera það fyrr en hálf tíu, en það væri samt sem áður tekið að birta.

skammdegisþunglyndi í rökkrinu um íslenskan vetur er eflaust vandamál sem þið öll kannist við og það þekkja allir sem eiga börn eða ung systkini hvað þau eru alveg ótrúlega treg í að drattast í skólann á morgnanna og eru alltaf þreytuleg og úrill. þetta stafar einfaldlega af því að þau er ekki vön því að vera sífelt að berja lífsklukkuna sína til og eru því stillt á þann tíma sem okkur er eðlislægur. þess vegna sofna þau síðar, sama hversu snemma þau fari í rúmið, og vilja því sofa lengur. (klassískt vandamál, eins og þið öll þekkið úr æsku og ungdómi ykkar) líkamsklukkan hefur nefninlega áhrif á svefn í gegnum hinn svokallaða heilaköngul, sem er lítill kirtill tengdur heilanum sem seytir hormóninu melatónín. melatónín ræður því svo hvenær við verðum þreytt og viljum fara að sofa (gróflega, margir aðrir þættir koma þar við sögu). melatónínseytunin er í bylgjum yfir daginn (dægursveiflum) og er hvað mest á nóttunni. melatónín stjórnar því hvenær við sofnum og hvernig við sofum, ef að við förum því of snemma að sofa byrjum við of seint að fara í almennilegan, djúpan svefn og endum á því að sofa í raun allt of lítið, sem veldur því að heilavefurinn fær ekki nægan tíma til þess að losa sig við úrgangsefni síðasta dags og hvíla sig, vinna úr minningum og öðrum upplýsingum. þetta veldur sumsé einbeitingaskorti og þreytu...sem eru einmitt stór vandamál barna nú til dags. tada!

ég legg því til að við styðjum þennan málstað öll og þrýstum á stjórnvöld okkar að taka, svona til tilbreytingar, eitt gáfulegt skref í þágu lýðheilsu og breyta þessu. ég trúi því ekki að það kosti einhvern fokking pening að stilla klukkuna öðruvísi.

ef að fólk er tregt til að trúa málflutningi mínum, Bjargar og geðlæknanna á LSH, og fyndist okkur vanta skýrari ransóknir til að staðfesta þessa kenningu, þá væri allt í lagi að prófa þetta í tvö til þrjú ár og sjá hvort að þetta myndi ekki bæta eitthvað líðan okkar og afnema breytinguna svo ef hún gerði ekkert gagn.

sjáið bara þetta rugl!

svo þjáist ég líka af hinsegin birtuskorti...því birta er úti í þýskalandi...fýlukall. ég sakna hennar rosalega mikið og vil heslt fá hana heim sem fyrst. en hún skemmtir sér víst vel, sem er gott og fínt, þrátt fyrir að hafa týnst pínu í gær...kjánaprik.

en lag dagsins í dag er mjög svo viðeigandi: