kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

8.18.2006

Viltu poka til að væla í?


Já, fyrst hann er nú ókeypis.


Núna hef ég unnið í Pennanum Hallarmúla í ríflega þrjá mánuði og kann mjög vel á gólfið hér. Samt, núna þegar sérvitru kennararnir í grunnskólum okkar setjast niður og skrifa innkaupalista fyrir öll litlu börnina, get ég ekki hjálpað ráðvilltum foreldrum í leit að skólavörum. Málið er bara einfaldlega það að kennararnir eru farnir að hallast að fasisma; þeir vilja alla krakkana með eins vinnubækur, eins möppur og eins penna, en samt geta þeir ekki skrifað á listana eitthvað sem að hinn venjulegi starfsmaður Pennanns skilur eins og t.d. „teygjumappa“ heldur er sagt „plastmappa með teygjum, ekki þynnsta“...krakkar mínir, við erum bara með eina þykkt af þessu drasli í plasti.

Og af hverju má bara ekki kaupa pappamöppu? Hún er töluvert ódýrari. Af hverju má ekki kaupa vinnubók með gormum? Það er þægilegra að fletta. Af hverju þarf að kaupa Uni Ball penna? Aðrar gerðir eru ódýrari. Sérviskan í þessu liði er óendanleg! Og hver eru rökin á bak við þessa sérvisku? Ekki eru grunnskólakennarar það útúrdópaðir af félagsfræði að þeir haldi að pennaliturinn þinn hafi áhrif á hvort þú verðir læknir eða ruslakarl? AAAAEEEEUUUURRRGGGHHHH! MEEAAAAOOOOUUUUWW! SMAEEURDLSDF! LOEL!

Æj, ég er hættur þessu væli.

Yfir í meiri áríðandi mál: Menningarnótt er að fara að skella á! ÚÚÚÚÚÚÍÍÍÍÚÚÚÚÚ!

Ég held ég sætti mig bara við raunveruleikann: Ég hef ekkert að segja.

8.02.2006

Ég get notað bloggsíðuna...

...sem hatt!


Og nú tæmdist hausinn minn. Allt þetta puð með að leita að réttum html kóða til að setja Propellerheads spilarann til hægri þegar ég hefði getað gert það með einum klikki í 'Compose'. Alltaf er maður viturri (er það ekki annars skrifað svona? Ekki vitrari?...Nei, veistu, þetta hljómar bara mjög asnalega...viturri...) eftirá.

Síðastliðinn föstudag var hlupið heim fyrr úr vinnunni, keyrt heim, hent þykkum, heitum og regnheldum fötum ofan í bakpoka, tjaldið tekið úr geymslunni, rennt í Rúmfatalagerinn til að kaupa útilegu stól og svo brunað rakleiðis að Skógum þar sem vinahópurinn ætlaði að hittast og halda kveðjupartí fyrir Bjarna og Erling sem ætluðu sér að keyra yfir hálft landið til styrktar Kjánasjóðs og hlusta á hina yndislegu, skosku hljómsveit Belle and Sebastian að spila á þeim bæ sem er nákvæmlega hinum megin á landinu miðað við Reykjavík; Borgarfjörður eystri. Við hinn undurfagra Skógarfoss var svo skemmt sér þar til fólk var orðið þreytt, þá var farið að sofa. Daginn eftir vöknuðum við í rólegheitunum, klæddum okkur í hlýju útiverufötin og stukkum út í steikjandi sólina, skriðum aftur inn í tjaldið og afklæddumst. Svo horfði maður á eftir ofurhugunum þar sem þeir lögðu af stað í sinn hálfs dags bíltúr.

Laugardeginum var eytt í það að rífast um hvort við ættum að fara til Hvolsvallar eða Víkur, sleikja sólina og glamra See You Soon á BT-Fenderinn hans tengdó. Að lokum var ákveðið að halda til Hvolsvallar þar sem við fengum okkur rándýra hamborgara, fengum fleiri klaka fyrir kæliboxin til að kæla...öhm...sprite-ið og keyptum svo kvöld og morgunmat í 11-11. Villi, sem reyndar kom ekki með í ferðina þar sem honum langaði svo mikið til að vinna, bjargaði ferðinni með því að ljá okkur iTrip-ið sem spilaði fyrir okkur ferska og hressandi tónlist á leiðinni þar til Sandstorm var rofið af einhverjum samkynhneigðum plebbum á Hömmer í skamma stund meðan einhver hryllingur bullaði út úr útvarpinu...alger snilld.

Um kvöldið var drukkið...sprite...þótt það væri bannað.

Daginn eftir var vaknað, morgunmaturinn borðaður og Delta 3000+ og Phladian tekin niður eftir góða þjónustu. Svo misti flokkurinn sig, klæddi sig í sundföt og hljóp undir fossinn.



Nú er brjálað veður úti, mig langar ekkert að vera inni en...tjah, ég þarf víst að vinna.

Sjáumst síðar