kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

12.29.2009

af lönum og matarboðum

jólin. búinn að líða frekar hratt. mikið af matarboðum og mikið borðað => mikill magaverkur.

mér þykir samt rosalega skondið hvað þetta frí er eitthvað uppblásið. manni finnst maður alltaf vera að fara í heils mánaða frí eða svo, eitthvað sjúklega langt tjill og læti, en svo er þetta bara tæpar þrjár vikur. og mestur af þeim tíma fer í stress og undirbúning fyrir allskyns boð og jólastúss, og voða lítið í alvöru frí. en ég er samt ekki að kvarta, ég hef alveg nægan tíma fyrir sjálfan mig núna og allt þannig, búið að vera bara rosalega fínt jólafrí so far.

í kvöld er planið að spila d&d með dúddunum, einstaklega nördalega epískt og skemmtilegt. búinn að vera að missa mig mikið og lengi yfir söguþráðum og skemmtilegum dýflissum. alltaf gaman að vera nörd.



hvað varðar svo fleiri plön þá virðist sem mér sé að takast að hópa saman í eitt stykki hljómsveit til að spila einhver af þeim lögum sem ég hef verið að glamra í einrúmi síðustu ár, er frekar spenntur fyrir því.

lag dagsins er ekki af verri kantinum, enda frá hinni sjúklega góðu kanadísku post-rock sveit Do Make Say Think. lagið er af annari breiðskífu þeirra, Goodbye Enemy Airship the Landlord Is Dead, og heitir Bruce E Kinesis. það er geðveikt. myndbandið er eitthvað artífart video, en lagið er lagið.

12.25.2009

af jólum og gleði

jæja, birta sagði að ég skrifaði bara leiðinleg og þunglynd blogg, svo ég skal bæta ráð mitt...í bili.

nú voru jólin að klárast og ég er að farast úr troðfullum gaster. (lælknadjók, lolol). þau gengu bara mjög svo hratt yfir og ég sit núna bara eitthvað og veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér.

en ég fékk jólaskinku, og súkkulaðimús, og aspassúpu, og hangikjöt. gleði.



svo fékk ég líka slatta af kúl gjöfun, eins og til dæmis Star Wars bók frá birtu minni, múmínálfacomic frá sindra mínum og ballinacup frá jandra. sweet.

nú er það bara að bíða eftir gamlárskvöldi, vona að maður spirngi ekki úr ofáti í einu af þessum jólaboðum og demba sér svo bara aftur í skólann. hamingja.

jæja, farinn að horfa á harry potter.

lag dagsins:

12.21.2009

af aðventu og jólagjöfum

það er fátt annað í heiminum sem mér þykir leiðinlegra heldur en aðventan. ekkert nema fólk að stressa sig yfir óþarfa hlutum og kaupa rándýra hluti fyrir fólk sem vill þá eiginlega ekki. sleppið því bara að gefa mér jólagjafir, ég á ekki efni á því að gefa ykkur.

lag dagsins er Porcelain með Moby, það er frábært.



ekki jafn frábært og frábært eða frábært, það er fátt meira frábært en það.

jæja, kominn tími til þess að fara að taka til í herberginu sínu.

12.19.2009

af jólafríum og dansi

nei, hvur fjárinn, þórir farinn að blogga aftur. bleh. við skulum sjá til hvort það sé jákvæður eða neikvæður hlutur og hvort hann eigi eftir að standa við þetta að einhverju leiti.

en nóg af því að tala um mig í þriðju persónu.

í gær var síðasta jólaprófið. lífeðlisfræði. gengi mínu í því væri vel hægt að líkja við ástand manns þegar keyrt er í bíl með endalausri móðu og frosti á rúðunu, sumsé með orðunum „ekki veit ég hvað ég er að gera...“.

FML.




en í gær var nefninlega líka jólaglögg. það var líka rosalega skemmtilegt. lýðurinn dansaði sem trylltur. svo var farið niður í bæ. þar var skítkallt og þar var zimsen troðfullur svo ég endaði á einhverju rápi eftir að meistararnir Kjartan og Pétur ákváðu að skreppa í á strawberries...flott það.

en í dag ætla ég að tileinka daginn death cab, enda mín uppáhalds hljósveit, þá sérstaklega í þynnkunni.