kíwífuglinn

þórir skrifar um líf sitt, hvað annað ætti hann svo sem að gera?

4.29.2010

af raddleysi og sterum

í mínu tilviki tengjast þessir hlutir mjög svo mikið.

ég er sumsé búinn að vera hálfraddlaus til alraddlaus síðastliðna daga og fékk decortin við því. alltaf gaman að dópa.

mér datt í hug að vera með einhvert málefnalegt blogg um tjáningaferlsi fyrst ég hafði sett raddleysið í titilinn, en svo valda fráhvarfseinkenni steranna því að ég nenni því ekki. mig langar samt að benda þeim sem ekki hafa séð hann á einn af nýjustu South Park þáttunum, nánar til tekið númer 200. enn og aftur gera þeir Terry Parker og Matt Stone hárbeitt grín að mjög svo alvarlegum hlutum, en eins og þið hafið mögulega heyrt endaði það með morðhótunum í þetta skiptið. það sem þeir gerðu núna er að gera grín af múhameð, en það er víst bannað. ég er hér ekki að gagnrýna islam eða siði þess heldur að benda á það að enn nú til dags, í þessu samfélagi okkar sem á að teljast siðmenntað og framþróað sjást dæmi um ritskoðun og höft á rit- og málfrelsi.

meira nenni ég ekki að segja um það, læt bara fylgja mynd af múhameð og tek glaður á móti alls kyns jihadi.


en ég er sumsé á kafi í skólabókunum, nánar til tekið Janeway's Immunobiology, og hef því afskaplega lítið merkilegt að segja. ég ætla því bara að láta fylgja væmið lag sem ég elska geðveikt mikið og segja þetta gott.